(svarmynd komin!) Föstudagsþraut 2024 nr. 7 - Dóra og breytingarnar fimm!

(svarmynd komin!) Kæru þrautaelskandi safngestir og síðuelskarar! Vitið þið hvaða dagur er í dag? Já, það er föstudagur!! Og þá kemur þrautin vinsæla fljúgandi inn og gleður!

Þetta er mynd af henni Dóru okkar! Hún er frábær Amtari og sinnir mörgum verkum á safninu, t.d. afgreiðir, plastar, gengur frá og pósar. Um daginn var hún norn sem gaf börnum nammi ... :-)

Hér situr hún við plöstun og býður ykkur að finna fimm breytingar á milli mynda. Þið vitið hvernig þetta virkar ... nú er bara að sjá hvað þið náið að sjá!

Mynd með réttum svörum kemur inn í fréttina eftir helgi!

Munið eftir viðburðadagatalinu okkar og þeirri skemmtilegu staðreynd að safnið er opið 11-16 á laugardögum í vetur!

Eigið góða helgi!!

Bókavörðurinn Dóra að plasta bók

 

Rétt svör:

Dóra bókavörður að plasta bók

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan