(svar) Föstudagsþraut 2024 nr. 20 - Sumarsmiðjur og fimm breytingar!

(svar) Kæru þrautaelskandi safngestir! Velflestir starfsmenn í fullu fjöri og áfram heldur sumarið! Föstudagsþrautin komin aftur og númer tuttugu á þessu ári! Til að leggja áherslu á sumarsmiðjurnar okkar frábæru, þá eru þær viðfangsefnið í þrautinni að þessu sinni og eins og oftast, þá eigið þið að finna fimm breytingar!

Sumarsmiðjur Amtsbókasafnsins 2024 eru fyrir börn á aldrinum 7-12. ára. Smiðjurnar eru opnar og ekki þarf að skrá sig fyrirfram. Farið því vel yfir dagatalið okkar og sjáið hvaða smiðjur vekja mestan áhuga og takið dagana frá (alla?).

Mynd með réttum svörum kemur eftir helgi.

Er annars eitthvað að gerast núna um helgina?

Góða helgi!

Yfirlit yfir sumarsmiðjur (dagskrá) barnadeildarinnar á Amtsbókasafninu

 

Rétt svar:

Yfirlit yfir sumarsmiðjur Amtsbókasafnsins

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan