(svar) Föstudagsþraut 2024 nr. 12 - Páskabreytingarnar fimm!

(svar) Kæru páskaelskandi safngestir og þrautaelskendur! Hér er föstudagur kominn og þrautin fylgir með! Sjáið þið breytingarnar fimm?

Í tilefni af páskunum, þá þykir okkur við hæfi að þraut vikunnar snúist um páskaegg og -unga. Og þið farið létt með að finna breytingarnar fimm.

Næsta vika verður í styttra lagi, því safnið verður opið mánudag-miðvikudag frá 8:15-19:00 (sjálfsafgreiðsla til 10:00). Svo koma páskar og við opnum aftur þriðjudaginn 2. apríl! En við höfum enn daginn í dag, laugardaginn og fyrrnefnda þrjá daga.

Lausnin á þrautinni kemur á mánudag og við gerum ekki ráð fyrir föstudagsþraut á föstudeginum langa. Meira um það kannski síðar.

En vonandi eigið þið góða helgi og munið að veðrið er alltaf best á Akureyri!

Mynd af brotnu páskaeggi fyrir ofan nokkra mislita páskaunga

 

Rétt svar:

Brotið páskaegg á bleikum grunni svífandi yfir marglitum páskaungum

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan