(svör) Föstudagsþraut 2024 nr. 10 - Fimm breytingar hjá konum

(svör) Kæru konur og aðrir safngestir! Föstudagurinn kominn og þrautin líka. Hún tengist þremur af okkar frábæru konum sem vinna á Amtsbókasafninu og kallar ljósmyndarinn myndina „Konur stimpla sig inn.“

Reglurnar eru þær sömu og venjulega: finna þarf fimm breytingar á milli myndanna. Upphaflega myndin er sú sem fylgir fréttinni, myndin með breytingunum kemur þar fyrir neðan og svo eftir helgi, nánar tiltekið á mánudaginn, þá kemur mynd neðst í fréttina sem sýnir rétt svör!

Er þetta ekki allt á hreinu? Eða eins og sagt er á enskunni: Is this not everything river clean?

Sjáumst á Amtinu til 19 í dag og milli 11-16 á morgun, laugardag.

(pssst: Bókamarkaðurinn er í gangi! Hafið þið fundið eitthvað þar?)

Þrjár konur að stimpla sig inn til vinnu við Amtsbókasafnið á Akureyri, borð með tölvum og hillur með bókum í bakgrunni

 

Rétt svör:

Starfskonur Amtsbókasafnsins að mæta til vinnu, tölvur og hillur með bókum í bakgrunni

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan