(svör komin) Föstudagsþraut 2023 nr. 40 - Sjö vitleysur (eins og sonafjöldi Adams)

(svör komin) Elsku jólalegu safngestir! 9 dagar til jóla og föstudagsþrautin er komin! Af hverju? Jú, það er föstudagur! En vitleysurnar eru ekki fimm heldur sjö!!

(rétt svör eru í mynd neðst - með bláum hringjum!!)

Já, finnið sjö vitleysur sem að þessu sinni tengjast jólapeysudegi starfsfólks Brekkugötu 17! Rétt svör koma svo auðvitað eftir helgi!

Sigurður starfsmaður tók myndina sem notuð er að þessu sinni, og til að gæta fyllstu sanngirni, þá látum við mynd fylgja með af okkur þar sem hann er með ... hún bara sneri vitlaust til að geta verið notuð í þrautina.

Annars þökkum við líka kærlega fyrir komuna í gær en um tíma var troðfullt út úr húsi vegna sögustundarinnar með litla og stóra skrímslinu, jólakortagerð og íslenskuklúbb, ásamt eðlilegri og hefðbundinni starfsemi safnsins. En í gær var líka síðasti langi opnunardagurinn, en þessi lengri opnunartími á þriðjudögum og fimmtudögum í nóvember og desember hefur mælst mjög vel fyrir! Hver veit ... kannski verður 2024 með einhverjar nýjungar í svona málum?

Piparkökumálun á safninu á morgun laugardag! Opið 11-16!

Góða helgi!

Mynd af starfsfólk Amtsbókasafnsins og Héraðsskjalasafnsins, sitjandi í tröppum í jólapeysum!

 

- - -

Og ein með Sigga (sem tengist getrauninni ekkert):

Mynd af starfsmönnum Brekkugötu 17 í jólapeysum

 

Rétt svör:

Mynd af starfsfólki Brekkugötu 17 sitjandi í tröppum í jólafatnaði

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan