Föstudagsþraut 2023 nr. 37 - Barbie og fimm breytingar! (svör neðst!)

(Svör neðst!) Kæru þrautaelskandi safngestir! Í tilefni af mörgum nýjum kvikmyndum í safnefninu okkar, þá er þraut vikunnar tengd vinsælustu mynd ársins: Barbie. - Finnið fimm breytingar!

Er þrautin létt? Erfið?

Skiptir ekki ... er hún ekki samt skemmtileg?

Ef myndin er ekki inni þegar þið leitið eftir henni hjá okkur, þá er hægt að panta án endurgjalds og láta senda sér netpóst þegar myndin er komin aftur í hús. Þetta á auðvitað við um allt efni hjá okkur en við bendum á það sérstaklega hér vegna þess að það eru ekki bara bækur, form og tímarit sem hægt er panta.

Rétt svör koma eftir helgi og við vonum auðvitað að þið eigið hana sem besta!

Munið alla viðburðina hjá okkur og að það er opið á laugardögum í vetur. Fram til 14. desember verður svo opið til 22:00 á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum!

Amtið og Barbie ... alltaf gleði!

Kvikmyndaplakat fyrir Barbie-myndina (maður og kona sitja í bleikum bíl, með skærbláan himin í bakgrunni)

 

.

.

.

 

Rétt svör:

 

Plakat fyrir Barbie kvikmyndina, maður og kona sitja í bleikum bíl með skærbláan himinn í bakgrunni

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan