Föstudagsþraut 2023 nr. 29 - Hvar er ég? (Svör!)

(Svör komin!) Kæru safngestir! Nú er föstudagur og á morgun hefst formlega vetrarafgreiðslutími safnsins! Þá er sko gaman! Og þá er tími fyrir hrikalega auðvelda föstudagsþraut!

Í hverju felst hún?

Nú ... þið sjáið aðalmyndina með fréttinni. Þetta er brúða sem var sköpuð á námskeiði í Dokk1 bókasafninu í Árósum í maí á þessu ári. Og hún hefur nú falið sig á átta stöðum á bókasafninu. Þið eigið einfaldlega að finna hana á hverri mynd sem er hér fyrir neðan! Hún er augljós en það er líka bara gaman!

MUNIÐ! OPIÐ Á MORGUN, LAUGARDAGINN 16. SEPTEMBER KL. 11:00-16:00!!!! Vú hú!

Góða helgi og góða skemmtun og allt gott!

 

Mynd af pappakassa ofan á plastkössum Við vegginn á bak við Rúbín kassann (í opinu)

Mynd af bókahillum Uppi til vinstri (höfuð skagar upp úr Goðsögninni)

Mynd af rauðum sófa og borði fyrir framan, bókahillur í bakgrunni Klemmd í teppið á sófanum.

Mynd af útstilltum bókum á borði Bak við Vonarskarð niðri til vinstri.

Mynd af tölvuskjá og viftu við hlið Óljóst bak við viftuna.

Bókahillur með pappaskrauti og ársritum Smá hluti sjáanlegur neðri hillu til vinstri, bak við Árbækur F.Í.

Mynd af bókahillum, rúður í bakgrunni og tvær brjóstmyndir ofan á hillunum  Til vinstri ... á öxl Matthíasar Jochumssonar.

Mynd af þrívíddarpúsli sem myndar Hogwarts-kastala úr Harry Potter bókunum  Á miðri mynd (í miðjum Hogwarts)

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan