(Svör komin!) Kæru safngestir! Nú er föstudagur og á morgun hefst formlega vetrarafgreiðslutími safnsins! Þá er sko gaman! Og þá er tími fyrir hrikalega auðvelda föstudagsþraut!
Í hverju felst hún?
Nú ... þið sjáið aðalmyndina með fréttinni. Þetta er brúða sem var sköpuð á námskeiði í Dokk1 bókasafninu í Árósum í maí á þessu ári. Og hún hefur nú falið sig á átta stöðum á bókasafninu. Þið eigið einfaldlega að finna hana á hverri mynd sem er hér fyrir neðan! Hún er augljós en það er líka bara gaman!
MUNIÐ! OPIÐ Á MORGUN, LAUGARDAGINN 16. SEPTEMBER KL. 11:00-16:00!!!! Vú hú!
Góða helgi og góða skemmtun og allt gott!
Við vegginn á bak við Rúbín kassann (í opinu)
Uppi til vinstri (höfuð skagar upp úr Goðsögninni)
Klemmd í teppið á sófanum.
Bak við Vonarskarð niðri til vinstri.
Óljóst bak við viftuna.
Smá hluti sjáanlegur neðri hillu til vinstri, bak við Árbækur F.Í.
Til vinstri ... á öxl Matthíasar Jochumssonar.
Á miðri mynd (í miðjum Hogwarts)