Föstudagsþraut 2023 nr. 22 - Fimm breytingar

Kæru safngestir. Þetta málverk eftir Morten Tvede má finna á Amtsbókasafninu. Gerðar hafa verið fimm breytingar á annarri myndinni og þið eigið einfaldlega að finna þær!

Málverkið heitir Akureyri (Oddeyri) og er málað árið 1898. Aukaspurning til ykkar gæti verið: Hvar er málverkið nákvæmlega?

Á svona fallegum föstudegi má líka geta þess að afgreiðslutíminn hjá okkur í sumar (til og með 15. september) er 8:15-19:00 (sjálfsafgreiðsla til 10:00).

Og vitiði hvað?

Harry Potter dagurinn er eftir 10 daga! Í gangi núna er Harry Potter kvikmyndamaraþon, ein mynd á dag niðri í kjallara kl. 13:00. Ekki missa af þessu!

Góða helgi.

Og já ... svörin koma eftir helgi! 

Mynd eftir Morten Tvede, máluð 1898

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan