Föstudagshúmor!

Kæru safngestir! 16 dagar til jóla og vonandi munið þið að brosa sem oftast. Kannski yfir góðu safnefni eða þá einhverju broslegu ... 

Við ákváðum því að hafa smá húmor hér í dag, í stað þrautarinnar, sem þó mætir sennilega galvösk til leiks eftir viku - sú fertugasta þá!

Góða helgi! Og munið að fylgjast með viðburðadagatalinu okkar!

- - - - -

Af hverju er svona kalt um jólin?
- Því þau eru í desembrrrrrrrrr....

Hvað færðu ef þú mætir snjókarli sem er vampíra?
- Frostbit

Hvað kallar þú snjókarl sem er risastór?
- Ísjaka

Hvað kallar þú jólasvein með eyrnahlífar?
- Hvað sem þú vilt, hann heyrir ekki í þér!

Hvað kallar þú kjúkling á Norðurpólnum?
- Villtan

Af hverju eru jólatré léleg að sauma?
- Þau missa alltaf nálarnar

Hvar gistir jólasveinninn í fríum?
- Á hó-hó-hó-telum

Hvaða morgunkorn er vinsælast hjá snjókörlunum?
- Snjókorn

Hvað er rautt og hvítt og fer upp og niður?
- Jólasveinn fastur í lyftu

Hvað kallarðu gamlan snjókarl?
- Vatn

Hvað er það kallað þegar heimiliskötturinn og hundurinn hafa farið í jólabaðið?
- Hrein dýr

Hvernig endar aðfangadagskvöld?
- Á d-i

„Mamma, má ég fá hund á jólunum?“
„Nei, það verður hamborgarhryggur!“

„Ég sagði sveinka að þú hefðir verið mjög þæg og góð í ár og hann hefur ekki hætt að hlæja síðan!“

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan