Föstudagsgrín

Kæru hlæjandi safngestir! Sumarið er fullt af sól og þessu blauta sem stundur dettur niður úr gráu fyrirbærunum uppi í himninum. Sumarið er líka fullt af hlátri og er því tilvalið að hlæja svolítið meira. Vonandi eigið þið góða helgi og við sjáumst hress á mánudaginn kl. 8:15!!

 

Hvers vegna geturðu ekki farið í stærsta bókasafn heimsins?
- Því það er alltaf yfirbókað þar!

Hvernig halda bókasöfn bókunum hlýjum?
- Þau setja þær í bókakápur.

Hvað færðu þegar þú blandar bókasafnsfræðing og lögfræðing saman?
- Allar heimsins upplýsingar en þú skilur ekkert í þeim.

Hvað nota bókaverðir við veiðar?
- Bókaorma.

Kona kemur inn á bókasafn og biður um glas af mjólk.
- Þetta er bókasafn!
Þá hvíslar konan: Fyrirgefðu, glas af mjólk, takk.

Hvað gerir bókavörður áður en hann fer í frí?
- Hann bókar hótelherbergi.

Bókavörður: Get ég aðstoðað?
Safngestur: Já, ég er að leita að bók um ...
Bókavörður: Skyggnigáfu?
Safngestur: Nei.
Bókavörður: Ah, þetta mun virka einn daginn!

Af hverju er erfitt að ná stefnumóti með bókavörðum?
- Þeir eru alltaf bókaðir!

Hversu marga bókaverði þarf til að skipta um ljósaperu?
- 645.5

 

Brandari um bókasafn

 

Teiknuð mynd af pari, annað að lesa bók en hitt í símanum

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan