Ferðumst um ævintýraheim bókanna!

Hefur þú prófað að lesa myndasögu, fantasíu, vísindabók eða sögu sem gerðist fyrir langa, langa löngu? Kannaðu nýja ævintýraheima í sumar og fáðu límmiða fyrir hverja bók sem þú skilar eða lest á bókasafninu.

Safnaðu límmiðunum með því að lesa alls konar bækur, leystu þrautirnar og þá hefur þú eignast lykilinn að alls konar ævintýraheimum!

Gleðilegt ævintýrasumar!

 

Hvernig virkar sumarlesturinn?

Sumarlesturinn virkar þannig að börnin fá þegar þau koma á safnið ævintýrakortið til eignar (A2, samanbrotið í A4 stærð). Í hvert sinn sem þau klára bók fá þau límmiða til að líma á veggspjaldið.

Veggspjaldið er þannig að það eru 9 eyjar/lönd sem börnin ferðast á milli. Eyjarnar eru með myndefni sem eru eftir þessum þemum:

  1. Fyrir langa, langa löngu (bækur sem gerast í gamla daga, víkingar, norræn eða grísk goðafræði, riddarar, sveitin)
  2. Grín
  3. Vísindi/tækni (hérna væru t.d. líka bækur um tölvuleiki)
  4. Hryllingur – spenna
  5. Íþróttir
  6. Myndasögur
  7. Fantasía (galdrar, drekar, tröll, álfar og önnur yfirnáttúruleg fyrirbæri)
  8. Dýr


Síðasti límmiðinn og sá níundi er verðlaunalímmiðinn Lestrarmeistari. Þau fá hann þegar þau eru búin að safna öllum 8 límmiðunum.

 

Það er hægt að safna límmiðum á þrjá vegu:

Fara eftir leiðinni.
Ef þið skoðið veggspjaldið vel sjáið þið að það er hægt að fara á milli eyjanna eftir ákveðinni leið. Þetta hentar fyrir eldri og þá sem vilja áskorun. Þá lesa þau bók úr hverju þema, fá límmiða og þræða sig þannig í gegnum veggspjaldið. Það getur verið lestarhvetjandi að fá „úthlutað“ ákveðnum flokki hverju sinni því það er oft erfitt að finna bók þegar maður á að finna bara „eitthvað“

Lesa bækur úr öllum þemaflokkum, óháð leiðinni.
að er líka hægt að safna límmiðum óháð leiðinni en halda sig við það að lesa bækur úr öllum þemaflokkum. Þetta hentar fyrir eldri sem vilja vinna þetta frjálslegra.

Safna límmiðum óháð þemum
Fyrir þau yngstu leggjum við til að þau safni límmiðum óháð þemaflokkum. Veggspjaldið býður hins vegar upp á mikið spjall um bækur og ýmislegt annað og langar okkur að hvetja ykkur til að hvetja foreldra til þess að skoða og spjalla saman um myndirnar með börnunum.

 

Happdrætti
Þegar síðasti límmiðinn er afhentur geta krakkarnir skráð sig í happdrætti og verða nokkrir heppnir lestrarmeistarar dregnir út í sumar.

 

Hlekkur á flotta frétt frá Borgarbókasafninu í Reykjavík um sama verkefni, þar sem hægt er að skoða nokkrar bækur nánar.

Veggspjald - PDF
Veggspjald - JPG 

Sumarlestur auglýsing

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan