Fataskiptimarkaður 6.-8. júní!

Vantar þig nýja flík fyrir sumarið?
 
Pik Nik fatadeilihagkerfi verður með fataskiptimarkað á Amtsbókasafninu dagana 6.-8. júní.
 
Fyrir þau sem huga á skápatiltekt, þá verður tekið á móti hreinum og heilum flíkum 5. og 6. júní. Þann 7. og 8. verða aðeins gefnar flíkur en ekki tekið á móti nýjum.
 
Þú mátt taka eins margar flíkur og þig listir og það er ekki nauðsynlegt að gefa flík til þess að mega taka.
 
Svona geturðu endurnýjað fataskápinn á hátt sem er góður fyrir umhverfið og góður fyrir peningabudduna.
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan