Faraóinn, villimaðurinn og prinsessan

Sýnd á Amtsbókasafninu á Akureyri 28. febrúar kl. 17:00. - Franski verðlaunaleikstjórinn Michel Ocelot (sem gerði Kirikou myndirnar) teflir hér fram stórbrotinni teiknimynd fyrir börn þar sem þrjár sögur á þremum mismunandi tímum í heimssögunni eru sagðar á áhrifamikinn máta. Titill á frönsku: Le pharaon, le sauvage et la princesse.

Á tímum Forn Egyptalands verður ungur konungur fyrsti svarti faraóinn sem verðskuldar hönd ástvinar síns. Á frönskum miðöldum stelur dularfullur villtur drengur frá hinum ríku til að gefa fátækum. Sætabrauðsprins og rósaprinsessa flýja höllina á 18. öld í Tyrklandi til þess að geta lifað í ást.

Myndin er sýnd með íslenskum texta.

Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri er haldin í febrúar ár hvert með bíósýningum á nokkrum vel völdum stöðum. Athugið að enginn aðgangseyrir er á sýningar hátíðarinnar.
Sýningar í Sambíóunum þarf að sækja um miða en aðrar sýningar er nóg að mæta á staðinn.

Fleiri myndir og nánari upplýsingar má finna hér.

Svo má einnig benda á Facebook síðu hátíðarinnar: Franska kvikmyndahátíðin 2024

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan