Fantasíudeildin

Peter Parker ... Luffy ... Geralt ... Pratchett ... Mashima ... Moore ... karakterar og höfundar. Kæru fantasíuelskandi lánþegar: þessi póstur er eingöngu áminning um hina glæsilegu fantasíudeild okkar. Ein sú glæsilegasta (hlutlaust mat!) og besta teiknimyndasagna-, vísindaskáldsagna og manga-deild landsins! 

Síðustu 15-20 ár má segja að vinsældir ofurhetjumynda af aukist allverulega og má þakka það glæsilegum árangri Marvel-myndanna, sem eru byggðar á teiknimyndasögum sem þið getið auðvitað fengið lánaðar hjá okkur. Tony Stark byrjaði ekkert í höfðinu á Robert Downey Jr. eða Jon Favreau, nei ... þetta kom frá höfundum teiknimyndasagnanna!

Vissulega má segja að vinsældir kvikmyndanna hafi dalað örlítið en teiknimyndasögurnar standa alltaf fyrir sínu. Og það sama má segja um manga-bækurnar og vísindaskáldsögurnar, sem æ oftar eru kvikmyndaðar fyrir sýningar á streymisveitum eins og Netflix. Þar má til dæmis nefna One Piece, sem ku verða endurnýjuð fyrir aðra seríu, þar sem sú fyrsta var svo vinsæl.

Fjársjóðurinn er mikill í fantasíudeildinni og þá er það ykkar sjóræningjanna („har har...“) að grafa og finna, en okkar eiginn Jack Sparrow (Hörður Ingi, umsjónarmaður deildarinnar) er boðinn og búinn til að svara öllum spurningum sem þið hafið um deildina.

Sjáumst hress í fantasíunni!

Bækur í hillum, taflborð, stólar og sófi

Bækur í hillum, standur með bókum, séð undir stiga sem liggur upp

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan