Bókasafnsdagurinn - Lestur er bestur fyrir lýðræðið

Bókasafnsdagurinn 2017 - Lestur er bestur fyrir lýðræðið
Bókasafnsdagurinn 2017 - Lestur er bestur fyrir lýðræðið

BÓKASAFNSDAGURINN
FÖSTUDAGURINN 8. SEPTEMBER 

Bókasafnsdagurinn er haldinn árlega á bókasöfnum landsins og í tilefni dagsins er boðið upp á sérstaka dagskrá víða um land. Yfirskrift Bókasafnsdagsins í ár er: Lestur er bestur fyrir Lýðræðið. Þar sem athygli er vakin á því mikilvæga hlutverki sem bókasöfn gegna í lýðræðissamfélögum. 


Í ár verður í fyrsta sinn haldið sérstakt Síðdegiskorn á Bókasafnsdeginum. Því verður streymt héðan frá Amtbókasafninu á Akureyri kl. 16:00. Birgir Guðmundsson, dósent við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, mun halda erindi í tengslum við þema dagsins. Erindið ber heitið:

ERU FJÖLMIÐLAR Í RAUN UPPLÝSINGAKERFI LÝÐRÆÐISINS?

Viðburðinum verður streymt í beinni útsendingu á föstudeginum kl. 16:00. Upptaka verður þó einnig aðgengileg að viðburði loknum.

Slóð á streymi: https://youtu.be/WSaorNuriWo

Föstudagurinn 8. september er einnig Alþjóðadagur læsis. Þá verður líf og fjör í Hofi, á Fundi fólksins, þar sem barnabókavörðurinn okkar hún Fríða mun meðal annarra standa vaktina. Kynnið ykkur dagskrá viðburðar með því að smella á þennan hlekk.

Amtsbókasafnið mun að sjálfsögðu vera virkt á Instagram og birta þar sögur (stories) eftir föngum. Hér er hægt að fræðast um þá tegund miðlunar.

Sem fyrr segir verða í gangi viðburðir víðsvegar á almenningsbókasöfnum landsins. Hægt er að fylgjast með Bókasafnsdeginum á samfélagsmiðlum undir myllumerkjunum: #lesturerbestur og #bokasafnsdagurinn. Myllumerki Amtsbókasafnsins er #amtsbókasafnið.

Facebook: Bókasafnsdagurinn og Alþjóðadagur læsis
Instagram: bokasafnsdagurinn
Snapchat: bokasafn.is
Twitter: @boksafnsdagur

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan