Búningaskipti

Rúmar þrjár vikur eru í öskudaginn!

Pik Nik fatadeilihagkerfi stendur fyrir búningaskiptum laugardaginn 11. febrúar milli kl. 13-15. Þessi viðburður, ásamt öllum öðrum, er auglýstur auðvitað á viðburðadagatalinu okkar!

Skiptimarkaðurinn fer fram á kaffihúsi Amtsbókasafnsins, Lestur Bistro.
Allir búningar verða lagðir í púkk og má fólk koma með og taka eins og það vill. Ekki er þörf á að koma með búninga til þess að fá og öfugt.

Þau sem aðeins vilja gefa búninga mega koma með þá í afgreiðslu bókasafnsins vikuna fyrir viðburðinn.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan