Bókamarkaður hjá ljósritunarvél

Kæru bókelskandi safngestir! Einu sinni til tvisvar á ári höfum við „stóra“ bókamarkaðinn í gangi þar sem margar gersemar finna nýja eigendur.

En þið vitið vonandi líka að við erum stöðugt að selja bækur og tímarit á litla borðinu við hlið ljósritunarvélarinnar - litli bókamarkaðurinn svokallaði. 

Og þarna setjum við reglulega inn bækur sem við höfum verið að fá að gjöf. Aldrei að vita nema þið finnið einhverja demanta þarna inn á milli. 100 kr. stykkið og 20 kr. fyrir hvert tímarit.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan