Amtsbókasafnið opnar aftur 4. maí

Hlökkum til að sjá ykkur!
Hlökkum til að sjá ykkur!

Kæru bókavinir

Amtsbókasafnið verður opnað að nýju mánudaginn 4. maí. Við hlökkum mikið til að opna dyr safnsins en biðjum gesti þó um að athuga að þjónustan verður takmörkuð vegna þeirra reglna sem í gildi verða vegna samkomubanns.  

Við minnum á að skiladagur safngagna hefur verið færður til 14. maí. 

Vinsamlegast athugið eftirfarandi:  

  • Hámarksfjöldi í húsinu öllu er 50 manns. Því biðjum við gesti safnsins að staldra aðeins stutt við í safninu. 
  • Engin dagblöð munu liggja frammi.  
  • Gögn úr skylduskilum verða því miður ekki aðgengileg.
  • Öll safngögn verða þrifin um leið og þeim verður skilað. 
  • Sprittbrúsar verða til reiðu víða um safn og snertifletir verða þrifnir reglulega.  
  • Gestir eru vinsamlegast beðnir um að virða tveggja metra regluna. 

Við vonum að sem flestir sýni okkur þolinmæði í þessum tímabundnu aðstæðum. Það gengur allt miklu betur þegar við stöndum saman.  

Við hlökkum til að sjá ykkur úr öruggri fjarlægð ;)

Kveðja, 
Starfsfólk Amtsbókasafnsins

 Psst... Vissir þú að hægt er að panta safngögn!

Amtsbókasafnið á Instagram og Facebook

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan