Reddingakaffi á Amtsbókasafninu

Er komið gat á lopapeysuna? Flöktir ljósið í lampanum? Teygjan á pollagallanum slitin? Rennilásinn ónýtur? Keðjan á hálsmeninu slitin?
Þá ert þú velkomin/nn/ið til okkar!

Kannt þú að sauma bætur á föt? Stoppa í ullarsokka? Gera við raftæki? Ertu kannski altmuligt manneskja?
Þá erum við að leita að þér!

Amtsbókasafnið er að fara af stað með Reddingakaffi í samstarfi við Munasafn Reykjavíkur / Reykjavík Tool Library.
Á Reddingakaffi kemur fólk saman til þess að gera við hluti, hvort sem það er fatnaður, raftæki, skart, bækur eða bara hvað sem er.

Nú leitum við að fólki sem hefur færni og þekkingu á einhvers konar viðgerðum og er tilbúið að miðla þeirri færni áfram. Ekki er gerð krafa um fagþekkingu og við ábyrgjumst ekki að alla hluti verði hægt að laga, heldur eru við bara að gera okkar besta til þess að lengja líftíma hluta og draga úr sóun.

Við óskum einnig eftir verkfærum (lánuð eða gefins) og hvers kyns efnivið sem gæti hentað til viðgerða.

Fyrsta Reddingakaffið verður á Amtsbókasafninu laugardaginn 16. október frá kl. 12-14, viðburðurinn er á facebook.

Reddingakaffi (e. Repair café) var fyrst stofnaði í Hollandi árið 2009 en er síðan orðin alheimshreyfing. Frekari upplýsingar um Reddingakaffi má finna á reddingakaffi.org

Áhugasamir hafi samband við Hrönn Björgvinsdóttur eða Jóhannes Árnason með því að senda póst á hronnb@amtsbok.is og johannesa@amtsbok.is eða í síma 460-1250 á opnunartíma Amtsbókasafnsins.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan