Alþjóðlegur kvikmyndaklúbbur?

Kæru safngestir! Klúbbarnir okkar eru vinsælir og starfsemin þar mikil. Við ætlum að gera tilraun með nýjan klúbb - alþjóðlegan kvikmyndaklúbb - þar sem við komum saman á Amtsbókasafninu, fólk með ólíkan bakgrunn og reynslu, horfum á kvikmynd og höfum kannski smá umræður um hana eftir á. 

Allir eru velkomnir en við leggjum áherslu á að fólk sem er ekki með íslensku sem fyrsta tungumál geti komið þarna saman og notið kvöldstundarinnar í góðum félagsskap. Umræður yrðu alltaf á ensku.

Ef vel tekst til þá höldum við áfram í haust. Þangað til má endilega koma með athugasemdir um hvað má betur fara, hvort fólk vilji vera á póstlista eða fá fréttir ... eða bara mæta á staðinn þegar sýningar eru. En sýningartímar eru áætlaðir kl. 19:30 á 2. hæð Amtsbókasafnsins á fimmtudagskvöldum, 1-2svar í hverjum mánuði. Þar sem bókasafnið er lokað á þessum tíma verður inngangur fyrir þessar sýningar notaður að vestanverðu, þar sem starfsmannabílastæðin eru (á bakvið).

Við munum auðvitað auglýsa þetta betur er nær dregur, en fyrsta sýningin - tilraunasýningin - verður fimmtudaginn 16. mars nk., kl. 19:30 og við ætlum að kíkja á Sódómu Reykjavík. Endilega hafið samband ef það eru einhverjar spurningar: doddi@amtsbok.is 

 - Amtsbókasafnið og Monika

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan