Afgreiðslutími um jól og áramót

Elsku safngestir! Nú eru Grýlusynir nær allir komnir til byggða og ekki úr vegi að fara yfir afgreiðslutímann hjá okkur yfir hátíðirnar:

Eins og sjá má skýrt á myndinni sem fylgir með, þá er opið hjá okkur eins og venjulega fyrir utan 24.-26. desember og 31. desember-1. janúar. Sumir hafa náð að panta réttar bækur og fá þær lánaðar yfir jólin. Svo eru sumir pakkar með einhverjum bókum í ... en allt fer þetta einhvern veginn og okkar helsta von er sú að þið eigið öll eins yndisleg og gleðileg jól og þið getið.

Sjáumst svo glöð og hress miðvikudaginn 27. desember kl. 8:15! GLEÐILEG JÓL!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan