Viðburðir á fullu! Hvað er að gerast?

Kæru viðburða-elskandi safngestir! Þegar vetrarstarfið svokallað er hafið, þá er gott að hafa stað til að sjá hvað er að gerast og hvenær!

Vissulega er mikil umferð á samfélagsmiðlunum okkar, þar sem reglulega eru auglýstir viðburðir en besta yfirsýnin yfir það sem er framundan er á viðburðadagatalinu okkar!

Þangað er best að fara til að sjá hvað er að gerast og setja það svo inn í dagbækurnar ykkar!

Endilega auglýsið þetta viðburðadagatal í kringum ykkur - við viljum jú fá ykkur sem flest hingað á bókasafnið.

Og ef þið hafið hugmynd að einhverjum viðburði, þá endilega hafið samband við Dagnýju verkefnastjóra eða Dodda ritstjóra vefsíðunnar.

Annars erum við bara góð ... hvað með ykkur?

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan