Útprentun og skönnun

Þarftu að prenta eitthvað út en prentarinn heima er bilaður? Þarftu að láta skanna eitthvað og senda með netpósti? Þá er Amtsbókasafnið staðurinn fyrir þig, því við bjóðum m.a. upp á þessa þjónustu.

Hægt er að koma á safnið með usb-kubb og láta prenta út það sem er á kubbnum. Svo er einnig hægt að senda netpóst á prentun@amtsbok.is og við reddum eins og einni prentun á augabragði (jafnvel tveimur eða fleiri)! Útprentun (og ljósritun reyndar líka) kostar 50 kr. fyrir hvert A4-blað (70 kr. fyrir A3). Ef það er litur á blaðinu hækkar verðið upp í 150 kr. A4 og 200 kr. A3.

Skönnun er líka möguleg og hún er ókeypis ef notendur þurfa ekki aðstoð. Hægt er að stilla hvort skönnunin verði að jpg-mynd eða pdf-skjali o.s.frv. Þegar skönnun er lokið er hægt að senda skjalið/skjölin á rafrænu formi frá vélinni með því að slá inn netfang. Einfalt og þægilegt, ekki satt?

Ef þú þarfnast aðstoðar, þá er starfsfólkið meira en tilbúið til að rétta hjálparhönd.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan