Útlán á lautarkörfum

Hvernig væri að grípa með sér lautarkörfu frá Amtsbókasafninu í næsta göngutúr!
Hvernig væri að grípa með sér lautarkörfu frá Amtsbókasafninu í næsta göngutúr!

Í fyrra fór Amtsbókasafnið af stað með þá nýjung að hefja útlán á lautarkörfum. Við endurtökum leikinn í ár og hvetjum fólk til að grípa með sér körfu í næsta göngutúr, bíltúr, fjöruferð eða bara skrepp út á svalir. 

Í hverri körfu er teppi, tímarit og/eða barnabækur auk þess sem áhugasömum gefst kostur á að kaupa “nestispakka” á tilboði frá Orðakaffi • Lunch buffet • Pastry • Café (Kaffi + súkkulaði og safi + marengstoppar).

Til að fá lánaða körfu þarf annað hvort bókasafnsskírteini eða að fylla út miða í afgreiðslu safnsins.
 
Dagslán er á körfunum en helgarlán eru líka í boði. Það má fara með körfurnar hvert sem er, t.d. í Lystigarðinn, Kjarnaskóg eða út fyrir bæjarmörkin.
 

Nú er bara um að gera að prufa!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan