Tvískiptur fyrirlestur með Þorgrími Þráinssyni

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur heldur tvískiptan fyrirlestur á Amtsbókasafninu miðvikudaginn 20. febrúar kl. 17:00

STERK LIÐSHEILD
Öll tilheyrum við einhverri liðsheild; fjölskyldu, vinnustað, vinahópi og viljum flest standa okkur frábærlega. Það er mikilvægt að geta lært af sterkri liðsheild og landsliðið í fótbolta er sannarlega dæmi um öfluga heild.

Þorgrímur Þráinsson hefur starfað með landsliðinu í fótbolta í 12 ár og veitir okkur innsýn í starfið með myndum, myndböndum og sögum í fyrirlestri sem hann kallar kallar Sterk liðsheild — hvað getum við lært af landsliðinu?

VERUM ÁSTFANGIN AF LÍFINU
Seinni hluti fyrirlestursins heitir Verum ástfangin af lífinu en í þeim hluta skorar hann á okkur að vinna í okkur sjálfum, setja okkur
markmið og sinna litlu hlutunum dags daglega til þess að geta verið öflugur hlekkur í sterkri keðju.

Fyrirlesturinn tekur um klukkustund og er aðgangur ókeypis.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan