Tilfæringar á 1. hæð

Borðspilin eru vinsæl og um að gera að muna eftir klúbbunum líka.
Borðspilin eru vinsæl og um að gera að muna eftir klúbbunum líka.

Glöggir safngestir hafa tekið eftir því að safnefni á 1. hæð hefur verið fært ... örlítið!

Bökunarformin hafa fært sig yfir í plássið þar sem borðspilin voru.
Borðspilin fá aðeins betra rými í hillunum á bak við sófann.
700 flokkurinn færist örlítið til.
Áhugamálin (prjón, hekl ...) eru komin þangað sem matreiðslubækurnar voru.
Matreiðslubækurnar færa sig yfir í plássið þar sem áhugamálin voru (hmm... þetta eru bara hrein skipti!)
Heimilisbækurnar fara svo í plássið þar sem bökunarformin voru.

Þetta mælist vonandi vel fyrir og í framhaldi má minnast á að mynddiskadeildin er komin betur þjöppuð saman á norður-veggnum (ásamt einum rekka til austurs og einum til vesturs).

Mynd af bökunarformum í kössum í bókahillum

Myndir af bókum í bókahillu

Mynd af prjóna-,l hekl- og fleiri bókum í bókahillum

Matreiðslubækur í bókahillum

Heimilis- og fleiri bækur í rekkum og bókahillum

Mynd af bókahillum, sófa og glugga með útsýni yfir hluta af Akureyri. Jólaljós hanga yfir gluggunum

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan