Takk fyrir þolinmæðina!

Kæru safngestir! Með nýju bókasafnskerfi koma nýjar áherslur en við erum auðvitað alltaf með áherslu á að gera sem best fyrir ykkur. Nýja kerfið er hluti af því.

Takk fyrir þolinmæðina og velvildina!

Ef það eru einhverjar spurningar hjá ykkur um nýja kerfið, amt.leitir.is - síðuna eða eitthvað annað (t.d. „Hver er höfuðborg Danmerkur?“ : - Það er Kaupmannahöfn...), þá erum við boðin og búin til að svara. Notið endilega samtals-gluggann niðri í hægra horninu á vefsíðunni okkar. Við erum með þá þjónustu opna frá 8:15-16:00 alla virka daga og vonumst til að hún nýtist ykkur vel.

Sjáumst jafn hress á Amtinu og þessi tvö!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan