Sýningin Bæjarbragur: Í upphafi fullveldis yfir á Hlíð

Hvernig leit Akureyri út fyrir 100 árum síðan?
Hvernig leit Akureyri út fyrir 100 árum síðan?

Sýningin Bæjarbragur: Í upphafi fullveldis, sem staðið hefur í Brekkugötu 17 síðan 1. desember síðastliðinn, prýðir nú veggi á Öldrunarheimilinu Hlíð. Um er að ræða samstarfsverkerfni þriggja safna: Amtsbókasafns, Hérðasskjalasafns og Minjasafns og er verkefnið liður í dagskrá afmælisnefndar aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands og nýtur styrks frá fullveldissjóði.

Á sýningunni eru ljósmyndir sem sýna bæjarbrag á Akureyri í upphafi fullveldis ásamt upplýsingum sem unnar eru upp úr skjölum og bókum frá sama tímabili. Sýningin sem minnist aldarafmælis fullveldis Íslands kallaði á samstarf þriggja safna og veitir íbúum og gestum bæjarins tækifæri á að fræðast um söguna, samfélagið og fullveldishugtakið.

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan