Sumarlestur ungmenna

Sumarlestur ungmenna
Sumarlestur ungmenna

Í sumar fer Amtsbókasafnið af stað með sumarlestur ungmenna í þriðja sinn, fyrir þátttakendur á aldrinum 13-18 ára.

Sumarlesturinn stendur yfir frá 25. maí til 25. ágúst og á þeim tíma geta ungmenni fyllt út þátttökumiða fyrir hverja lesna bók þar sem þau skrifa örstutta umsögn um bókina og hvort þau myndu mæla með henni eða ekki. Allar tegundir bóka á öllum tungumálum er gjaldgengar, hvort sem það eru hefðbundnar pappírsbækur, rafbækur, hljóðbækur, teiknimyndasögur eða manga. Umsagnirnar gætu svo verið birtar nafnlaust á Instagram-síðunni Bækur unga fólksins eða í samnefndum facebook-hóp.

Þann 27. ágúst verður dreginn út heppinn þátttakandi sem fær 10.000 króna gjafabréf í Pennanum-Eymundsson.

Markmið sumarlestursins er í raun þríþætt:

  1. Að hvetja til lesturs.
  2. Að komast að því hvaða bækur höfða til aldurshópsins til þess að geta veitt betri þjónustu.
  3. Að auka sýnileika og skapa samtal um lestur með því að birta umsagnir þeirra á samfélagsmiðlum.

Þáttökumiða má nálgast og fylla út í ungmennadeild bókasafnsins eða rafrænt.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan