Sumarlestur 2017

Sumarlestur 2017 - Akureyri bærinn minn
Sumarlestur 2017 - Akureyri bærinn minn

Sumarlestur 2017 - Akureyri bærinn minn 

Námskeið á vegum Amtsbókasafns og Minjasafns, ætlað börnum sem fædd eru 2007 og 2008 (3. og 4. bekkur)

Umhverfis- og bókalæsi

Markmið námskeiðsins er að börnin lesi sér til ánægju í sumar. Áhersla er lögð á yndislestur og að efla færni barnanna í að lesa í minjar. 

Námskeiðstímabil

  • Vika 1: 6.-9. júní (ekki mánudagurinn 5. júní)
  • Vika 2: 12.-16. júní
  • Vika 3: 19.-23. júní

Námskeiðin eru frá kl. 9-12.

Námskeiðsgjald er 3.000 kr. - fjöldatakmarkanir eru á námskeiðin.

Skráning hefst þann 24. maí á netfanginu fridab@akureyri.is

UPPLÝSINGAR SEM ÞURFA AÐ KOMA FRAM VIÐ SKRÁNINGU:

  • Nafn barns og forráðamanna
  • Eftir hvaða tímabili er óskað
  • Skóli og bekkur
  • Netföng og símanúmer (heimasími, gsm og vinnusímar forráðamanna)
  • Aðrar upplýsingar um barnið sem þurfa að koma fram

Upplýsingar um greiðslu námskeiðsgjalda berast við skráningu. Námskeiðsgjald þarf að greiða innan tveggja daga frá svarsendingu til að staðfesta þátttöku því færri komast að en vilja. 

Lestur er bestur! :) 

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan