Styrkur úr Barnamenningarsjóði Íslands

Amtsbókasafnið á Akureyri í samstarfi við Bókasafn Háskólans á Akureyri, Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri, Barnabókasetur, Fræðslusvið Akureyrarbæjar, Skógræktarfélag Eyfirðinga og Vinnuskóla Akureyrarbæjar hlaut styrk úr Barnamenningarsjóði Íslands fyrir verkefnið Úti er ævintýri. Verkefnið er læsishvetjandi ratleikur um Kjarnaskóg, eitt vinsælasta útivistarsvæði landsins. Leikurinn gengur út á að þátttakendur leita að persónum úr vinsælum barnabókmenntum í skóginum og læra um leið að lesa og rata eftir korti. Verkefnið sameinar barnamenningu, útivist, hreyfingu og myndlist
í bland við lestur áhugaverðra barnabókatexta og texta um náttúrufræði.

Kærar þakkir fyrir okkur. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan