Sögustund á netinu

Fimmtudaginn 2. apríl kl. 16:30 mun Fríða barnabókavörður lesa bókina Amma og þjófurinn eftir Björk Bjarkadóttur. Amtsbókasafnið er enn lokað vegna samkomubanns og því mun sögustundin fara fram með rafrænum hætti á Facebook

Ath. Það gæti þurft að stilla hljóðið í myndbandinu og í tölvunni á hæsta styrk.

„Amma hans Óla er súperamma sem flýgur um á nóttunni og gómar bófa og ræningja. Einstaka sinnum fær Óli að fara með henni og þá er nú gaman! Eina nóttina lendir málverkið af Skolfinni skeggmikla í ræningjahöndum. Skyldi Óla og ömmu takast að bjarga málunum?"

Vitið þið um fleiri skemmtilegar bækur sem Fríða getur lesið síðar? Sendið þá tölvupóst á netfangið fridab@amtsbok.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan