Gögn úr skylduskilum aðgengileg á ný

Mynd af efni úr skylduskilum. Mikilvægt er að ganga vel frá öllu efni sem varðveitt verður um ókomin…
Mynd af efni úr skylduskilum. Mikilvægt er að ganga vel frá öllu efni sem varðveitt verður um ókomin ár.

Í kjölfar nýjustu tilslakanna eru gögn úr skylduskilum aðgengileg á ný. Sem fyrr eru varðveislueintök ekki lánuð út úr húsi. Viðskiptavinir geta þó fengið afnot af skylduskilum innanhúss, gegn framvísun bókasafnsskírteinis.

Nánar um skylduskil:
Amtsbókasafnið nýtur þeirrar sérstöðu að hafa yfir að ráða skylduskilum. Samkvæmt lögum (nr. 20/2002) sem tóku gildi 1. janúar 2003, er safnið annað af tveimur skylduskilasöfnum hér á landi. Safnið hefur þá skyldu að varðveita eitt eintak af skilaskyldu efni sem best, tryggja öryggi þess og viðhald.

Skylduskil eru verk sem gefin eru út eða birt hér á landi. Þar með teljast verk sem framleidd eru erlendis ef þau eru sérstaklega ætluð til dreifingar á Íslandi.

Undir skylduskil flokkast meðal annars bækur, barnabækur, kennslubækur, hljóðbækur, tímarit, árbækur, ársskýrslur, fréttabréf, sjónvarpsdagskrár, glanstímarit, dagblöð, héraðsblöð, kosningablöð, skólablöð, myndablöð, hverfablöð, skýrslur, landakort, veggspjöld og smáprent, t.d. bæklingar, auglýsingar, verðlistar, leikskrár, sýningarskrár, tónleikaskrár, póstkort, jólakort og spil.

Afgreiðsla gagna úr skylduskilum fer fram í upplýsingaþjónustunni á 1. hæð.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan