Skoppaðu á bókasafnið | Lestrarátak fyrir 6-13 ára

Á Amtsbókasafninu verður lestrarátak í sumar fyrir 6-13 ára krakka sem heitir Skoppaðu á bókasafnið.

Á bókasafninu færðu þátttökumiða sem þú skilar síðan aftur á safnið þegar þú ert búin/n að lesa eina bók. Með hverri bók sem þú lest getur þú fyllt í einn miða. Því fleiri bækur sem þú lest – því fleiri miðar og því meiri líkur á að vera dreginn út í september. Í september verður svo uppskeruhátíð fyrir þátttakendur þar sem happdrættisvinningar verða afhentir og ýmist annað til gamans gert. 

Nánari upplýsingar veitir Hólmfríður Pétursdóttir barnabókavörður á netfanginu fridab@akureyri.is 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan