Hertar aðgerðir vegna Covid-19

Hertar aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19 taka gildi á hádegi í dag, föstudaginn 31. júlí. Aðgerðirnar munu ekki hafa áhrif á opnunartíma Amtsbókasafnsins á Akureyri.

Sprittbrúsar verða til reiðu víða um safn og snertifletir verða þrifnir reglulega. Gestir eru vinsamlegast beðnir um að virða tveggja metra regluna. 
 
Upplýsingar varðandi Potterhátíðina miklu: 
Öllum viðburðum eftir hádegi í dag hefur verið aflýst. 
Þau sem eiga bókaðan tíma í flóttaherbergi eftir hádegi eru vinsamlegast beðin um að hafa samband á netfangið hronnb@amtsbok.is
 
Vakin er athygli á því að alltaf má hafa samband við safnið með því að hringja í síma 460-1250, senda tölvupóst á netfangið bokasafn@amtsbok.is eða með því að senda skilaboð á Facebook. 
 
Förum varlega kæru bókavinir. 
 
 
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan