FRESTAÐ / Opin veifusmiðja

Laugardaginn 21. mars eru allir velkomnir í veifusmiðju á Amtsbókasafninu. Á staðnum verða afskrifuð tímarit (Andrés, tísku og fleiri) ásamt skærum, límböndum, snærum og hefturum. Smiðjan stendur yfir kl. 11-15.

Kryddið næstu veislu eða flikkið upp á heimilið með heimagerðum veifum!

Á Amtsbókasafninu er einnig hægt að skoða nýja sýningu í safninu "Akureyri bærinn minn", lita, tefla, spila, leigja mynddiska, fá sér kríu og að sjálfsögðu skoða fullt af skemmtilegum bókum!

Verið hjartanlega velkomin!

 

Sjá fleiri viðburði á Amtsbókasafninu hér

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan