Opin klippimyndasmiðja

Laugardaginn 7. mars eru allir velkomnir í kósí klippimyndasmiðju á Amtsbókasafninu. Á staðnum verða afskrifuð tímarit og bækur ásamt skærum, límstiftum og lituðum blöðum. Smiðjan stendur yfir kl. 11-15.

Gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn og skapið afmæliskort, veggspjald, bókamerki eða bara ykkar eigin heim!

Á Amtsbókasafninu er einnig hægt að skoða nýja sýningu í safninu "Akureyri bærinn minn", lita, tefla, spila, leigja mynddiska, fá sér kríu og að sjálfsögðu skoða fullt af skemmtilegum bókum!

Verið hjartanlega velkomin!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan