Nýjar myndir á Amtsbókasafninu!

Mynddiskar eru enn notaðir á heimilum bæjarins!! DVD rúlar! Bond 25, frábær Suicide Squad mynd, Shan…
Mynddiskar eru enn notaðir á heimilum bæjarins!! DVD rúlar! Bond 25, frábær Suicide Squad mynd, Shang-Chi meistarinn, Dune útnefnd til svo margra Óskarsverðlauna og hin fyndna og skemmtilega Ghostbusters: Afterlife. Komdu og fáðu þér mynddisk(a) að láni! Þú sérð ekki eftir því.

Margir gætu haldið að mynddiskar væru að hverfa... og þeir hafa rétt fyrir sér. EN ...

Amtsbókasafnið á Akureyri er með bestu og frábærustu mynddiskaleiguna í bænum - algjörlega hlutlaust mat. Það eru enn til tæki á heimilum til að spila þessi fyrirbæri (flettið bara upp orðinu "mynddiskur" í íslenskri orðabók!) og við viljum gera eins vel við ykkur og við getum.

Þessar fimm myndir voru að koma glænýjar inn í safnkostinn okkar í dag og við vonumst til að sjá ykkur sem flest hér til að fá þær að láni. Því ... þið vitið ... að útlán á mynddiskum er algjörlega ókeypis.

(pssst.... það kostar bara smá að skila of seint sko ... en hefðbundið útlán á DVD er vika! (7 dagar) )

Kær kveðja,
      mynddiskarnir á Amtinu!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan