Norrænn spiladagur

NORRÆNN SPILADAGUR
LAUGARDAGINN 4. NÓV. 2017

Viltu spila?
Áhugafólk um spil og leiki ætti að finna eitt og annað við sitt hæfi á Amtsbókasafninu á Akureyri laugardaginn 4. nóvember milli klukkan 11:00 og 15:00.

Góður vinur safnsins mun koma með leikjatölvur af nokkrum gerðum og leyfa fólki að prófa sitt lítið af hverju úr leikjaheiminum.

Þá hefur safnið keypt þó nokkur borðspil s.s. River Dragons, King of Tokyo, Kingdom Builder, Ticket to Ride, Labyrinth, Qwirkle, Catan og Jungle Speed, svo nokkur dæmi séu nefnd.

Gestum safnsins býðst að kynna sér þessi spil og prófa þau.

Þetta er í annað sinn sem Amtsbókasafnið tekur þátt í Norræna spiladeginum en hægt er að kynna sér hvað önnur söfn eru að gera þennan dag á vef spiladagsins og tilheyrandi Facebook síðu.

https://nordicgameday.wordpress.com/
https://www.facebook.com/nordicgameday/

Auk alls þessa verður settur upp skiptimarkaður fyrir spil og púsluspil þar sem fólk getur skipt út gömlum fyrir „ný“.

Amtsbókasafnið er á Facebook og Instagram.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan