Mennska bókasafnið / Human library

Komdu í spjall við áhugaverðar manneskjur. Hvaða sögur hafa mennsku bókatitlarnir að geyma?


Þann 27.ágúst næstkomandi, á Akureyrarvöku, ætlum við að halda viðburð á Amtsbókasafninu þar sem lánaðar verða út mennskar bækur. Eins og áður er enginn aðgangseyrir!

 

Fyrsta mennska bókasafnið opnaði í Danmörku árið 2000 og síðan þá hafa viðburðir á vegum þeirra farið fram í 85 löndum. Á hinu mennska bókasafni gefst tækifæri til þess að spjalla í um hálftíma við einstaklinga og spyrja þá út í sínar upplifanir. Á síðasta viðburði vorum við með 6 bækur: Flóttamaður, Lögregla, Vegan, Tvíkynhneigð, Lífsörmögnun og Öryrki. Helmingur bókanna verður aftur með okkur og svo bætast fjórar glænýjar í hópinn!

Viltu komast að því hvaða mennsku bækur verða í boði?

Kíktu á Amtsbókasafnið á bilinu 13:00-16:00 laugardaginn 27.ágúst!

Þar verðum við með bókalista í anddyrinu og þið getið tekið frá þá titla sem þið eruð spenntust fyrir ef þeir eru þegar í útláni þegar þið komið! Á borðunum verða líka listar með hugmyndum að spurningum ef ykkur dettur ekkert í hug!


Fyrstir koma, fyrstir fá.

- - - - -

Come have a chat with interesting people. What stories do our human books have to tell?


On Akureyri Cultural Night we will hold an event at the Municipal Library, where we lend "human books". The Human Library was created in Copenhagen in the spring of 2000 and since then they have hosted or been involved in activities in 85 countries. There you get an opportunity for a half hour chat with individuals to hear about their experiences in their own words.

Last time we had 6 books: Refugee, Police, Vegan, Bisexual, Burnout and Invisible Disability. This time half of the books will join us again and the rest will be brand new!

Are you curious to know what books will be available?

Join us at the Municipal Library of Akureyri from 1-4 PM Saturday 27th August!

We will have a list of available books in the foyer and you can reserve the title you are most curious about if someone has already borrowed them! We also have a list of questions on the tables if you run out of ideas!


Books are available on a first come, first served basis.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan