Lifandi mósaík listaverk

Börn á öllum aldri geta tekið þátt í að skapa mósaík listaverk í anddyri Amtsbókasafnsins frá 3.-28. apríl.

Þetta er gert í tilefni af Barnamenningarhátíð Akureyrar sem haldin er í apríl ár hvert.

Útlínur sjálfs Amtsbókasafnsins hafa verið strikaðar á stóra plötu sem staðsett er á safninu. Síðan geta gestir safnsins límt á plötuna allskonar úrklippur sem staðsettar verða við plötuna. Í sameiningu gera því ungir gestir bókasafnsins stórkostlegt mósaík listaverk af safninu.

Listaverkið verður síðan til sýnis á safninu fyrir gesti og gangandi að skoða.

Hægt er að vinna í verkinu á opnunartíma bókasafnsins, virka daga frá 08:15-19:00 og laugardaga frá 11:00-16:00.

 

*Enginn aðgangseyrir.

_____________________
Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar.
Fleiri spennandi viðburði má finna á www.barnamenning.is
Notið myllumerkið #barnamenningak, þar má sjá skemmtilegar myndir frá hátíðinni.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan