Jólabókaflóðið - nýjar bækur

Jenny Colgan í öruggum höndum Aiju!
Jenny Colgan í öruggum höndum Aiju!

Kæru safngestir! Jólaöl er farið að sjást í búðum, en miklu meira og frekara gleðiefni er sú staðreynd að jólabókaflóðið svokallað er byrjað.

Titlarnir flæða inn í hús og við reynum eftir bestu getu að koma þeim í hillurnar sem fyrst svo þið getið fengið þá lánaða. Hægt er að sjá hvaða titlar eru komnir í hús með því að fara á amt.leitir.is. Nú er til dæmis hægt að taka frá efni sem sagt er í frágangi, en það var ekki hægt hér áður fyrr. Jenny Colgan skrifar um jólin í litlu bókabúðinni, ráðgátubókaserían færir sig yfir í fótboltann, Jónína Leósdóttir er varnarlaus, Anna Milbourne er næstum því alltaf góð manneskja, ófreskja Sigrúnar Eldjárn er í mýrinni ... o.fl. o.fl.

Þessir titlar, og svo miklu miklu fleiri, eru komnir í hillur hjá okkur eða á leiðinni. Verið því vakandi fyrir nýju efni - enginn ætti að drukkna í jólabókaflóðinu heldur synda skemmtilega í því og hafa gaman af!

 

Mynd af Dóru (starfsmanni Amtsbókasafnsins) að plasta bækur

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan