Corpse Bride í hrekkjavökubíó

Í tilefni hrekkjavöku verður boðið upp á kvikmyndasýningu á Amtsbókasafninu, laugardaginn 2. nóvember kl. 13. Sýnd verður kvikmyndin Corpse Bride úr smiðju Tim Burtons.

Um myndina:
„Myndin gerist seint á nítjándu öldinni í viktoríkönsku þorpi. Maður og kona að nafni Victor Van Dort og Victoria Everglot eru heitbundin af því að Everglot fjölskyldan þarfnast peninganna, því annars mun hún þurfa að búa úti á götu og Van Dort fjölskyldan vill verða hluti af aðlinum. En allt fer úrskeiðis þegar verið er að æfa brúðkaupið. Victor fer inn í skóg til að æfa heitin sín. Þegar hann er rétt búinn að læra þau, þá er hann orðinn kvæntur Emily, lík-brúðurinni. Á meðan Victoria bíður hinum megin, þá er annar auðugur aðili, tilbúinn að koma í stað Victor. Þannig að nú eru tvær brúðir, einn brúðgumi, hverja mun Victor velja?"
(Texti: Kvikmyndir.is)

Athugið:
- enskt tal
- íslenskur texti
- myndin er leyfð fyrir alla aldurshópa

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan