Hrekkjavaka á Amtsbókasafninu

Búhaha!!!
Búhaha!!!

Búahaha... !!!

Dagarnir 26.-31. október verða afar hrollvekjandi á hinu 190 ára gamla Amtsbókasafni. Þá fer bókasafnsdraugurinn okkar á stjá og dregur fram allan þann safnkost sem honum þykir hvað óhugnanlegastur. Bækur, kvikmyndir, spil og fleira - allt verður þetta mjööög draugalegt! Auk þess býðst öllum börnum að taka þátt í hrekkjavöku-ratleik um safnið.

Þriðjudaginn 31. október kl. 16:00 verður svo aðal hrekkjavakan. Þá mun starfsfólk Amtsbókasafnsins klæða sig upp í hrekkjavökubúninga og hvetur unga safngesti (líka þá sem eru ungir í hjarta) til að gera slíkt hið sama. Boðið verður upp á kvikmyndasýningu og popp kl. 16:15. Þá verður kvikmyndin Coraline (ísl. Kóralína) til sýningar.

Við hlökkum til að sjá þig... ef þú þorir! ;)

Amtsbókasafnið er á Facebook og Instagram.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan