Haustverkin í garðinum með Jóhanni Thorarensen

Miðvikudaginn 1. september mætir Jóhann Thorarensen á Amtsbókasafnið og fer yfir haustverkin í garðinum, með sérstakri áherslu á matjurtir.

Hvenær á að taka hvað upp?
Hvað á að grisja og hvernig?
Hvað vilt þú vita um haustverkin í garðinum?

Jóhann er upphafsmaður matjurtagarða Akureyrarbæjar sem hafa notið mikilla vinsælda frá því að þeir voru opnaðir árið 2009. Hann hlaut hvatningarverðlaun garðyrkjunnar við hátíðlega athöfn á Reykjum í Ölfusi árið 2019. Búast má við fróðlegu og fjörugu erindi.

Viðburðurinn fer fram utandyra fyrir framan Amtsbókasafnið og er búið að leggja inn pöntun fyrir góðu veðri.

Öll hjartanlega velkomin!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan