Föstudagsþrautin og svörin

Kæru helgarelskandi safngestir. Vonandi var helgin ykkur góð. Hér eru komin svör við þrautinni frá því á föstudag.

- - - -

Amtsbókasafnið á Akureyri

Hólmkell Hreinsson, amtsbókavörður, fór af hjólinu sínu og rölti inn í bygginguna. Þarna voru einhverjir starfsmenn komnir og „Góðan daginn!“ fór að heyrast út um allt safn. Þetta safn sem hafði verið stofnað árið 1828 (rétt: 1827) og meðal annars stórskáld á borð við Davíð Stefánsson frá Skírisskógi (rétt: Fagraskógi) setið í sama stól og Hólmkell. Hann brosti að þessum hugsanagangi sínum, settist við borðið sitt, kveikti á tölvunni og renndi yfir dagskrá dagsins. Skömmu seinna mætti nýjasti starfsmaðurinn, Dagný Dagfinnsdóttir (rétt: Davíðsdóttir), en hún var verkefnastjóri á safninu. Hún hafði samfélagsmiðlana á sínum snærum og vildi ólm ræða við Hólmkel um ákveðið atriði á þeim vettvangi. Það tengdist afmæli nýju byggingar bókasafnsins en árið 2024 væru 30 ár (rétt: 20 ár) liðin frá því að nýja og bætta bókasafnið var opnað. Doddi, Aija, Guðrún og Siggi voru spennt því þau áttu að aðstoða Ásdísi (rétt: Eydísi) barnabókavörð við upplestur þennan morguninn. Sigrún heyrði í Svölu sem var í fæðingarorlofi og svo undirbjó hún fund með Herði niðri í kjallara. Hrönn lagaði til í spilunum á 2. hæð (rétt: 1. hæð) og Dóra raðaði upp slatta af bókum. Þura og Reynir áttu síðustu vakt þessa dags. Fyrstu safngestirnir voru duglegir að afgreiða sig sjálfir enda sjálfsafgreiðsla alla virka daga til 9:00 (rétt: 10:00). Svona gengu morgnarnir og dagarnir fyrir sig ... þetta var paradís fyrir marga. Mikið líf ... mikið gaman. Og svo er hægt að fljúga um allt í flugvélinni (rétt: þyrlunni) hans Einars Áskels! Gerist ekki betra!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan