Föstudagsþraut : vitleysur og hvað er þetta eiginlega?

Jæja, kæru safn- og heimasíðugestir! Nú er helgin framundan og enn ein þrautin borin á borð fyrir ykkur. Hvað er þetta eiginlega?

Eflaust eru margir af yngri kynslóðinni sem ekki muna eftir þessu fyrirbæri sem myndin sýnir. Ef þið væruð að leita að bókatitli eða höfundi, þá væri þetta staðurinn sko ... fyrir ansi mörgum árum. Sumir starfsmenn safnsins lærðu fræðina einmitt með því að grúska í þessu fyrirbæri.

Getraun dagsins er því tvíþætt:

a) Hvað heitir þetta fyrirbæri?
b) Hvað eru margar vitleysur á myndinni?

Góða helgi en munið að það er opið á laugardögum í vetur 11:00-16:00.

Ha? Ókei ... hér kemur þá aukaspurning:

c) Ef myndin sýnir helminginn af fyrirbærinu og hver "skúffa" inniheldur 150 atriði til að fletta upp ... hvað eru þá atriðin mörg og hversu mörg R eru í því?

                         Starfsmenn Amtsbókasafnsins

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan