Föstudagsþraut : sex vitleysur!

Ýtið á myndina til að stækka hana og sjá betur ... en þetta má samt ekki vera of auðvelt! Þess vegna…
Ýtið á myndina til að stækka hana og sjá betur ... en þetta má samt ekki vera of auðvelt! Þess vegna eru villurnar sex í þetta sinn!

Föstudagurinn stutti ... ? Jafnlangi? Það er alla vega tími fyrir föstudagsþrautina vinsælu og lesendur vefsíðunnar geta tekið gleði sína á ný! Þar sem engin þraut var sett fram á föstudeginum langa, þá höfum við hina klassísku þraut „Finndu 5 vitleysur" aðeins erfiðari ... þið eigið að finna SEX vitleysur! Vá!

Og til að gleðja ykkur frekar, þá er hér leikur sem hægt er að vera með í bílferð eða sitjandi í stólnum heima: Þessi leikur gengur einfaldlega út á það að minnast á lag eða kvikmynd með orðinu „Friday“ í titlinum og viðkomandi þarf að vita hver flutti lagið eða lék aðalhlutverkið ... skemmtilegur leikur!!!

Mynd af plötuumslagi: Friday on my mind með The Easybeats

Og skemmtilegur fróðleikur svona í lokin: Bókin Prjónaklúbburinn eftir Kate Jacobs hefur lánast yfir 140 sinnum hjá okkur á Amtinu (2 eintök sem við eigum í dag). Titillinn á frummálinu er einmitt The Friday Night Knitting Club! Segið svo að föstudagur sé ekki til fjár!

Mynd af bókinni Prjónaklúbburinn eftir Kate Jacobs

Góða helgi! - Og munið, eins og ávallt (16.9.-15.5.), þá er opið hjá okkur á laugardögum kl. 11-16!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan