Föstudagsþraut : hver á ekki heima hér?

Kæru lesendur. Í næstu viku munum við tilkynna smá breytingar hér hjá okkur á bókasafninu en núna ætlum við að skemmta okkur aðeins og þið ætlið að leysa þraut! Fimm hópar og í hverjum þeirra er einn aðili/titill sem á alls ekki heima þar. Finnið þá aðila/titla sem ekki eiga heima í þeim hópum og þá hafið þið leyst þrautina!

Nóbelsverðlaunahafar í bókmenntum:
1. Toni Morrisson
2. Bob Dylan
3. Halldór Laxness
4. J.K. Rowling
5. Doris Lessing

Óskarsverðlaunahafar fyrir bestan leik í aðalhlutverki:
1. Nicolas Cage
2. Hildur Guðnadóttir
3. Al Pacino
4. Katherine Hepburn
5. George C. Scott

Þín eigin-bækurnar eftir Ævar Þór Benediktsson:
1. Þín eigin hrollvekja
2. Þinn eiginn tölvuleikur
3. Þín eigin hamingja
4. Þín eigin ráðgáta
5. Þín eigin þjóðsaga

Amtsbókaverðir á Amtsbókasafninu: 
1. Hörður Ingi Stefánsson
2. Hólmkell Hreinsson
3. Davíð Stefánsson
4. Lárus Zophoníasson
5. Árni Jónsson

Hefur verið skrifuð ævisaga um þennan aðila:
1. Halldór Laxness
2. Gunnar Þórðarson
3. Vigdís Finnbogadóttir
4. Jón Sveinsson
5. Yrsa Sigurðardóttir

- - - - -

Góða helgi og munið eftir Mennska bókasafninu hjá okkur á morgun, laugardaginn 7. maí 2022 kl. 14:00-16:00 (næstsíðasti laugardagurinn sem er opið hjá okkur þar til í september!)

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan