Föstudagsþraut : fimm góðar vitleysur!

Föstudagur og nýja bókasafnskerfið er áætlað í notkun eftir helgi. Er það ekki gaman!? Vú hú segja sumir, en aðrir segja: Hvar er föstudagsþrautin mín???

Stutt svar er einfaldlega: Hún er hér!

Brennuvargurinn Hrönn var beðinn um að sitja fyrir í auglýsingaherferð fyrir ilmvatnið Le Feu. Við það tækifæri tók ritstjóri heimasíðunnar þessa mynd og viti menn: myndin til hægri inniheldur fimm vitleysur. Þessar þrautir eru ekki þær erfiðustu í heimi en samt virðist vafamál um það hvort Íslandsmetið í að leysa þrautina sé 12 sekúndur eða 12 dagar. Þið reynið og komist að því!

Eigið góða helgi! Sjáumst hress mánudaginn 13. júní! Og auðvitað 14. júní líka .... 15. júní ... 16. ... eh ... alltaf alla virka daga!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan